Segir athygli vekja hversu fáir taka afstöðu

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segir athyglisvert hve  hátt hlutfall aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokka taki ekki afstöðu eða um 40%. Segir hún að þetta geti verið vísbending um að 40% kjósenda ætli að sitja heima.

Að sögn Birgittu gerir fólk oft ekki greinarmun á Borgarahreyfingunni og Hreyfingunni en samkvæmt könnun Fréttablaðsins nýtur Borgarahreyfingin stuðnings 2,1% kjósenda en Hreyfingin 0,6%. Alls eru þetta 2,7% atkvæða sem nægir ekki til þess að ná manni kjörnum á þing. 

Hún segist finna fyrir mun meiri stuðningi en þetta þegar hún ræði við kjósendur.

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins nýtur ríkisstjórnin stuðnings 38,9% kjósenda. Segir Birgitta að þrátt fyrir mörg mistök ríkisstjórnarinnar þá skipti ekki máli hverjir sitji í ríkisstjórn á svona tímum. Það sé alltaf til óvinsælda. Það væri kraftaverki líkast ef einhver stjórn myndi komast í gegnum fjögurra ára kjörtímabil. „Ég held að það yrði einsdæmi í heiminum á svona krepputímum enda óvinsælar ákvarðanir sem þarf að taka," segir Birgitta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert