Losnaði ekki úr dáleiðslunni

Sailesh.
Sailesh.

Sautján ára gömul stúlka  losnaði ekki úr dáleiðslunni eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Skemmtunin var á miðvikudag. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Þurfti að hringja í dávaldinn og tókst honum að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér.

Haft er eftir Sailesh að þetta geti komið fyrir ef sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. Engin hætta hafi verið á ferðum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert