Samstaða hvetur til að aðeins sé verslað við N1

„Við hvetjum bifreiðaeigendur til þess að eiga aðeins viðskipti við N1 næstu átta daga og sniðganga hin olíufélögin,“ segir Bjarni Bergmann Vilhjálmsson, talsmaður Samstöðu. „Með þessu móti viljum við mótmæla háu eldsneytisverði og reyna að þrýsta á olíufélögin að lækka verðið. Við köllum þannig eftir þjóðarsátt um eldsneytisverðið,“ segir Bjarni. 

Samstaða, í samvinnu við bílstjórafélög, leigubílstjórar, sendibílstjórar og vörubílstjórar, efndi til blaðamannafundar á BSÍ fyrr í dag. Þar voru nöfn stóru olíufélaganna sett í stóran pott sem Bjarni snæðingur kokkur á BSÍ lagði til.

„Síðan fengum við fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem situr í skuldasúpunni til þess að draga út eitt félag og reyndist það vera N1,“ segir Bjarni. Að hans sögn verður drátturinn endurtekinn að átta dögum liðnum og svo koll af kolli með reglulegu millibili í von um  að það skapi þrýsting á olíufélögin um að lækka verð.

Allar nánari upplýsingar um átak Samstöðu  má lesa hér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert