Eignir auðmanna frystar

Skattrannsóknarstjóri hefur beðið um frystingu eigna tveggja auðmanna.
Skattrannsóknarstjóri hefur beðið um frystingu eigna tveggja auðmanna. mbl.is/Golli

Skattrannsóknarstjóri, Stefán Skjaldarson hefur ákveðið að frysta eignir tveggja auðmanna, sem hafa verið til rannsóknar. Fleiri beiðni um kyrrsetningu eigna verða lagðar fram á næstunni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Var haft eftir Stefáni að bankareikningar hefðu verið tæmdir „fyrir framan nefið á ríkinu". Menn hefðu ekki áttað sig á því hvað menn hefðu verið flinkir í að skjóta undan eignum.

Var fyrsta beiðnin um kyrrsetningu lögð fram í gær, önnur í dag og Stefán boðaði tugi slíkra mála á næstu vikum, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2. Ekki kom fram um hvaða auðmenn er að ræða en haft var eftir skattrannsóknarstjóra að útrásarvíkingar kæmu þar við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert