Aftur kallað eftir umræðu um eldgosið á þingi

Hér sést rýmingarsvæði vegna eldgosa í Eyjafjallajökli.
Hér sést rýmingarsvæði vegna eldgosa í Eyjafjallajökli.

Framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson kölluðu eftir því kl. 17 að dagskrá Alþingis verði breytt og eldgosið í Eyjafjallajökli verði tekið til umræðu. Utan úr heimi sé kallað eftir því að málið sé rætt enda Evrópa að lokast. Enn er þó rætt um byggingu nýs Landspítala.

Sigmundur sagði gríðarlegar náttúruhamfarir yfirstandandi, bújarðir séu að skemmast og hugsanlega þurfi að bjarga bústofni. Höskuldur tók undir þetta og sagði að réttast væri að þingmenn ræddu hin stóru tíðindi sem voru að berast, um að allt sé að lokast í Evrópu. 

Bein útsending frá Alþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert