Flestir vilja banna nektardans

Meirihluti svarenda í könnun MMR var fylgjandi banni við nektardansi. …
Meirihluti svarenda í könnun MMR var fylgjandi banni við nektardansi. Myndin er úr safni. Reuters

Lög um bann við nektardansi njóta mun meira fylgis á meðal kvenna en karla, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum könnunar MMR. Meirihluti þeirra sem tók afstöðu í könnuninni var fylgjandi lögunum um bann við nektardansi. 

MMR kannaði afstöðu fólks til nýlegra laga um bann við nektardansi en þau taka gildi 1. júlí næstkomandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 51,1% fylgjandi lögunum og 45,9% kváðust vera þeim andvíg. 

Áberandi var hve miklu fleiri konur voru fylgjandi banni við nektardansi en karlar. Þannig kváðust 76% kvenna vera fylgjandi lögunum en einungis 33% karla. Einnig mátti greina nokkurn mun á afstöðu eftir aldri svarenda. Þannig voru 44% svarenda undir þrítugu fylgjandi lögunum en 53% í aldurshópnum 39-49 ára og 64% á meðal þeirra sem voru fimmtugir og eldri. 

Þegar horft var til tekna svarenda þá voru þeir tekjuhæstu, með 800 þúsund eða meira í laun, andvígastir lögunum. Í þeim hópi voru 59% á móti lögunum en 41% þeim fylgjandi.

Könnunin var síma- og netkönnun. Valdir voru handahófskennt einstaklingar á aldrinum 18-67 ára  úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 865 og könnunin var gerð 8.-12. apríl s.l.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert