Sinueldar í Borgarfirði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðsmenn víðsvegar úr Borgarfirði luku nú á ellefta tímanum í kvöld að slökkva sinueld sem logað hefur frá því síðdegis í dag milli bæjanna Lindarhvols og Hallar í Þverárhlíð og Hjarðarholts í Stafholtstungum.

Fram kemur á vef Skessuhorns, að um tíma var óttast að við eldinn yrði ekki ráðið og hann næði að bæjarhúsum og jafnvel vestur fyrir holtin og í Varmaland. Allt tiltækt lið slökkviliðsmanna ásamt bændum tókst með samstilltu átaki að einangra eldinn og slökkva, að sögn Bjarna Kr. Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert