Frumvarp um gagnaver afgreitt úr nefnd

Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ

Iðnaðarnefnd Alþingis afgreiddi í morgun frumvarp um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. Tvær breytingartillögur voru gerðar; samningstími styttur úr tuttugu árum í tíu og ákvæði sett inn um að Novator falli frá arðgreiðslum sem til koma af skattaívilnunum.

Málið hefur verið umdeilt þar sem Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, á eignarhlut í móðurfyrirtæki gagnaversins, Verne holding. Tekist hefur því verið um hvort ríkið eigi að semja við einstaklinga sem stórt hlutverk léku í aðdraganda bankahrunsins.

Í samningum við Novator kom upp sú hugmynd að fyrirtækið afsali sér arðgreiðslum af verkefninu til ríkisins, og varð sú hugmyndi að tillögu. Reikna má með líflegri annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert