LSR hækkar lífeyri á meðan aðrir lækka greiðslur

Lífeyrisþegar á fundi hjá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Lífeyrisþegar á fundi hjá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á sama tíma og lífeyrissjóðir eru almennt að taka ákvörðun um lækkun á lífeyrisgreiðslum hækka lífeyrisgreiðslur sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins greiðir til sinna sjóðsfélaga.

Sjóðurinn birti í gær tölur um afkomu á síðasta ári, en sjóðurinn skilaði 2,9% raunávöxtun sem er talsvert betri niðurstaða en aðrir sjóðir hafa verið að sýna.

Almenni lífeyrissjóðurinn ætlar að lækka lífeyrisgreiðslur um 16,7%, Lífeyrissjóður verzlunarmanna um 10% og Gildi um 7%.

Lífeyrisgreiðslur í A-deild LSR eru verðtryggðar og hækka mánaðarlega í takt við vísitölu neysluverðs. Lífeyrir flestra sem eru í B-deildinni hækkar í takt við breytingar á launavísitölu opinberra starfsmanna.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert