Sigurður eftirlýstur af Interpol

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur verið eftirlýstur af Interpol. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, fór fram á það í dag að alþjóðleg handtökuskipun yrði gefin út á hann en Sigurður hefur ekki sinnt boðum saksóknara um að koma til landsins í yfirheyrslur.

Í handtökuskipuninni kemur fram að hans sé leitað vegna svika, skjalafalsana og fleiri afbrota. Kemur þar fram að hann sé bláeygður, sköllóttur og 114 kíló að þyngd. 

Eins og fram hefur komið er Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings og Magnús Guðmundsson, fyrrum forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 

Þeir Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingrímur Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans, hafa verið yfirheyrðir í dag hjá embætti sérstaks saksóknara.

Sjá nánar hér

Sigurður Einarsson er eftirlýstur á vef Interpol.
Sigurður Einarsson er eftirlýstur á vef Interpol.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert