Sigurður kemur ekki ótilneyddur

Sigurður Einarsson er eftirlýstur á vef Interpol.
Sigurður Einarsson er eftirlýstur á vef Interpol.

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð í Fréttablaðinu í dag.

Alþjóðalögreglan Interpol gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Sigurði, sem hefur neitað að verða við tilmælum um að koma til yfirheyrslu.
„Ég er algerlega hlessa á þessum síðustu tíðindum," segir Sigurður.

Handtökuskipun Interpol

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert