Vill klára málið fljótt

Jóhanna og Steingrímur ræddu við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í …
Jóhanna og Steingrímur ræddu við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég ætla að vona að ríkisstjórnin afgreiði þetta mál frá sér mjög fljótlega,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún var spurð hvenær ríkisstjórnin myndi ljúka umræðu um breytingar á stjórnarráðinu.

Á ríkisstjórnarfundi í gær var farið yfir gögn sem kallað var eftir milli ríkisstjórnarfunda.

„Það varð engin niðurstaða á þessum fundi. Þetta mál verður aftur rætt á föstudaginn og þá fara vonandi að skýrast niðurstöður í þessu máli. Það er ekki bara það að þetta mál er í stjórnarsáttmálanum heldur hefur þetta komið mjög skýrt fram í skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis. Þar er beinlínis lagt til að ráðuneytin verði styrkt. Þau séu of veikburða til að standa undir sínum verkefnum. Það sama má segja um nefnd Gunnars Helga Kristinssonar sem skoðaði nauðsyn á breytingum á stjórnarráðinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar.“

Jóhanna sagði að fækkun ráðuneyta skipti verulegu máli varðandi fjárlagagerð næstu ára. Í þessu fælist sparnaður.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert