Jökullinn í öllu sínu veldi

Myndskeiðið er áhrifaríkt.
Myndskeiðið er áhrifaríkt.

Erlendir fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um eldgosið í Eyjafjallajökli og áhrif öskuskýsins á flug og ferðaáætlanir víða um heim. Á vef New York Times er fjallað um eldgosið út frá öðru sjónarhorni, en þar má sjá stórbrotið myndskeið eftir Sean Stiegemeier.

Stiegemeier myndaði jökulinn og gosið frá ýmsum sjónarhornum í byrjun maí, en í myndskeiðinu er allt leikið á miklum hraða sem leiðir til þess að sjónræn áhrif gossins og íslensk landslags verða mjög mikil.

Fram kemur á vef New York Times að Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, hafi á bloggsíðu sinni nýverið hvatt alla þá, sem jökullinn hafi haft áhrif á með einum eða öðrum hætti, til að njóta myndskeiðs Stiegemeiers.

En þess má geta að í myndskeiðinu notar Stiegemeier lagið Kolniður, sem er á nýrri sólóplötu Jónsa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert