Nýr skóli á Egilsstöðum tekinn í notkun

Egilsstaðaskóli þegar framkvæmdir voru að hefjast.
Egilsstaðaskóli þegar framkvæmdir voru að hefjast.

Íbúar í Fljótsdalshéraði áttu í dag kost á að skoða nýtt húsnæði Egilsstaðaskóla undir leiðsögn starfsmanna skólans.

Í júní 2008 hófust jarðvegsframkvæmdir við hinn nýja hluta skólans, en í september árið eftir lauk fyrsta áfanga framkvæmdanna þegar sérgreinastofur ásamt yngribarnadeild var tekin í notkun haustið 2009. Í mars á þessu ári voru svo tekin í notkun hátíðarsalurinn, afgreiðsla, bókasafn, félagsmiðstöð og eldhús skólans. Gert er ráð fyrir að fjórða og síðasta áfanga framkvæmdanna verði lokið í ágúst á þessu ári með endurbótum á eldra húsnæði Egilsstaðaskóla.

Heildarstærð Egilsstaðaskóla eftir breytingar er 6.746 fermetrar. Eldra húsnæði skólans er 2.744 fermetrar og er nýbyggingin því 4.002 fermetrar. Húsnæðið getur nú þjónað allt að 550 börnum frá 1.- 10. bekkjar.

Árið 2007, við upphaf framkvæmda, hljóðaði áætlaður kostnaður við ný- og endurbyggingu skólans upp á kr. 1.261.567.088, sem væri á verðlagi í apríl 2010 kr. 1.696.036.199. Í dag er hins vegar gert ráð fyrir að heildarkostnaður, með virðisaukaskatti, verði um kr. 1.368.169.367, sem er um 20% undir kostnaðaráætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka