Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum

Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi.
Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, boðaði á Alþingi í dag tillögu um að bannað verði með lögum að erlendir aðilar fjárfesti í  þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum á borð við orkufyrirtæki. Sagði Lilja slíkt bann væri í gildi í Frakklandi og hún myndi sjá til þess að fram kæmi tillaga um að slíkt bann verði innleitt í íslenska löggjöf.

Lilja sagði, að tilskipun Evrópusambandsins um erlendar fjárfestingar væri  of sveigjanleg og leyfði kanadískum auðhringjum með skúffufyrirtæki í Svíþjóð að eignast 98% hlut í þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að innleiða bann á fjárfestingar erlendra aðila í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum.

Lilja var með þessu að vísa til kaupa kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á 52% hlut Geysis Green Energy í HS Orku í gær. Sagði Lilja, að Magma hefði keypt hlutinn á hærra verði en aðrir voru tilbúnir til að geriða. Eigandi Magma hefði jafnframt boðað hækkun orkuverðs.

„Orkuverð mun því hækka verulega á Reykjanesi á svæði þar sem atvinnuleysi er mikið. Nákvæmlega þetta gerðist í skuldakreppunni í Suður-Ameríku. Orkufyrirtæki voru einkavædd vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem hefur óbilandi trú á einkavæðingu. Hér á landi bannar AGS ríkisvaldinu að fjárfesta í innviðum samfélagsins nema að sú fjárfesting fari fram í formi einkaframtaks," sagði Lilja.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að holur hljómur væri í málflutningi Lilju sem hefði haft langan tíma til að bregðast við þessari stöðu. Sagði Ragnheiður Elín, að með lögum, sem sett voru 2008, hefði verið tryggt að orkuauðlindir væru ávallt í almannaeigu. Þessi lög væru í gildi þótt það virtist hafa farið fram hjá þingmönnum VG.

„Nú kemur næsta hræðslutaktík, sú að orkuverð hækki vegna þess að þetta sé kanadískur auðhringur," sagði Ragnheiður Elín. Hún sagði, að forstjóri Magma hefði talað um að orkuverð til stóriðju væri of lágt og undir það hlytu þingmenn VG að geta tekið. Jafnframt hefði forstjórinn  sagt að ekki stæði til að hækka orkuverð hjá heimilum á Reykjanesi.

„Mér sem Suðurnesjamanni misbýður þessi hræðsluáróður. Þar að auki er HS Orka með um það bil 10% af raforkumarkaðnum. Ef við Suðurnesjamenn verðum varir við að það hækkar meira hjá okkur þurfum við aðeins að hringja eitt símtal og skipta um raforkuveitenda," sagði Ragnheiður Elín.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði, að auðvitað hefði fyrir löngu átt að vera búið að banna útlendingum að eignast hlut í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum eins og HS Orku.

Skúli Helgason, flokksbróðir Ólínu, sagði að með kaupum Magma Energy á HS Orku hefði erlendur aðili í raun verið að kaupa hlut annars erlends aðila.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna töluðu þvers og kruss í þessu máli. Málið væri greinilega að valda ríkisstjórninni ómældum innri vandræðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...