Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum

Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi.
Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, boðaði á Alþingi í dag tillögu um að bannað verði með lögum að erlendir aðilar fjárfesti í  þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum á borð við orkufyrirtæki. Sagði Lilja slíkt bann væri í gildi í Frakklandi og hún myndi sjá til þess að fram kæmi tillaga um að slíkt bann verði innleitt í íslenska löggjöf.

Lilja sagði, að tilskipun Evrópusambandsins um erlendar fjárfestingar væri  of sveigjanleg og leyfði kanadískum auðhringjum með skúffufyrirtæki í Svíþjóð að eignast 98% hlut í þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að innleiða bann á fjárfestingar erlendra aðila í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum.

Lilja var með þessu að vísa til kaupa kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á 52% hlut Geysis Green Energy í HS Orku í gær. Sagði Lilja, að Magma hefði keypt hlutinn á hærra verði en aðrir voru tilbúnir til að geriða. Eigandi Magma hefði jafnframt boðað hækkun orkuverðs.

„Orkuverð mun því hækka verulega á Reykjanesi á svæði þar sem atvinnuleysi er mikið. Nákvæmlega þetta gerðist í skuldakreppunni í Suður-Ameríku. Orkufyrirtæki voru einkavædd vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem hefur óbilandi trú á einkavæðingu. Hér á landi bannar AGS ríkisvaldinu að fjárfesta í innviðum samfélagsins nema að sú fjárfesting fari fram í formi einkaframtaks," sagði Lilja.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að holur hljómur væri í málflutningi Lilju sem hefði haft langan tíma til að bregðast við þessari stöðu. Sagði Ragnheiður Elín, að með lögum, sem sett voru 2008, hefði verið tryggt að orkuauðlindir væru ávallt í almannaeigu. Þessi lög væru í gildi þótt það virtist hafa farið fram hjá þingmönnum VG.

„Nú kemur næsta hræðslutaktík, sú að orkuverð hækki vegna þess að þetta sé kanadískur auðhringur," sagði Ragnheiður Elín. Hún sagði, að forstjóri Magma hefði talað um að orkuverð til stóriðju væri of lágt og undir það hlytu þingmenn VG að geta tekið. Jafnframt hefði forstjórinn  sagt að ekki stæði til að hækka orkuverð hjá heimilum á Reykjanesi.

„Mér sem Suðurnesjamanni misbýður þessi hræðsluáróður. Þar að auki er HS Orka með um það bil 10% af raforkumarkaðnum. Ef við Suðurnesjamenn verðum varir við að það hækkar meira hjá okkur þurfum við aðeins að hringja eitt símtal og skipta um raforkuveitenda," sagði Ragnheiður Elín.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði, að auðvitað hefði fyrir löngu átt að vera búið að banna útlendingum að eignast hlut í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum eins og HS Orku.

Skúli Helgason, flokksbróðir Ólínu, sagði að með kaupum Magma Energy á HS Orku hefði erlendur aðili í raun verið að kaupa hlut annars erlends aðila.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna töluðu þvers og kruss í þessu máli. Málið væri greinilega að valda ríkisstjórninni ómældum innri vandræðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...