Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum

Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi.
Lilja Mósesdóttir og Guðbjartur Hannesson á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, boðaði á Alþingi í dag tillögu um að bannað verði með lögum að erlendir aðilar fjárfesti í  þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum á borð við orkufyrirtæki. Sagði Lilja slíkt bann væri í gildi í Frakklandi og hún myndi sjá til þess að fram kæmi tillaga um að slíkt bann verði innleitt í íslenska löggjöf.

Lilja sagði, að tilskipun Evrópusambandsins um erlendar fjárfestingar væri  of sveigjanleg og leyfði kanadískum auðhringjum með skúffufyrirtæki í Svíþjóð að eignast 98% hlut í þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að innleiða bann á fjárfestingar erlendra aðila í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum.

Lilja var með þessu að vísa til kaupa kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á 52% hlut Geysis Green Energy í HS Orku í gær. Sagði Lilja, að Magma hefði keypt hlutinn á hærra verði en aðrir voru tilbúnir til að geriða. Eigandi Magma hefði jafnframt boðað hækkun orkuverðs.

„Orkuverð mun því hækka verulega á Reykjanesi á svæði þar sem atvinnuleysi er mikið. Nákvæmlega þetta gerðist í skuldakreppunni í Suður-Ameríku. Orkufyrirtæki voru einkavædd vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem hefur óbilandi trú á einkavæðingu. Hér á landi bannar AGS ríkisvaldinu að fjárfesta í innviðum samfélagsins nema að sú fjárfesting fari fram í formi einkaframtaks," sagði Lilja.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að holur hljómur væri í málflutningi Lilju sem hefði haft langan tíma til að bregðast við þessari stöðu. Sagði Ragnheiður Elín, að með lögum, sem sett voru 2008, hefði verið tryggt að orkuauðlindir væru ávallt í almannaeigu. Þessi lög væru í gildi þótt það virtist hafa farið fram hjá þingmönnum VG.

„Nú kemur næsta hræðslutaktík, sú að orkuverð hækki vegna þess að þetta sé kanadískur auðhringur," sagði Ragnheiður Elín. Hún sagði, að forstjóri Magma hefði talað um að orkuverð til stóriðju væri of lágt og undir það hlytu þingmenn VG að geta tekið. Jafnframt hefði forstjórinn  sagt að ekki stæði til að hækka orkuverð hjá heimilum á Reykjanesi.

„Mér sem Suðurnesjamanni misbýður þessi hræðsluáróður. Þar að auki er HS Orka með um það bil 10% af raforkumarkaðnum. Ef við Suðurnesjamenn verðum varir við að það hækkar meira hjá okkur þurfum við aðeins að hringja eitt símtal og skipta um raforkuveitenda," sagði Ragnheiður Elín.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði, að auðvitað hefði fyrir löngu átt að vera búið að banna útlendingum að eignast hlut í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum eins og HS Orku.

Skúli Helgason, flokksbróðir Ólínu, sagði að með kaupum Magma Energy á HS Orku hefði erlendur aðili í raun verið að kaupa hlut annars erlends aðila.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna töluðu þvers og kruss í þessu máli. Málið væri greinilega að valda ríkisstjórninni ómældum innri vandræðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »

Anna Elísabet lýðheilsusérfræðingur Kópavogs

16:55 Anna Elísabet Ólafsdóttir, doktor í lýðheilsufræðum, hefur verið ráðin sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, en um er að ræða nýja stöðu hjá bænum. Anna Elísabet hefur undanfarin fjögur ár starfað sem aðstoðarrektor og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

17:01 Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Viðvík í Skagafirði. Í tilkynningu frá MAST segir að ástæða dreifingarbannsins, sem er tímabundið, sé sú að eftirlitsmanni Matvælastofnunar hafi verið meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Meira »

Ungir Íslendingar fá viðurkenningu

16:14 Um hundrað tilnefningar bárust dómnefnd Framúrskarandi ungra Íslendinga verðlaunanna sem árlega eru veitt af JCI samtökunum á Íslandi. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir ungt fólk sem er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á einn eða annan hátt. Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
TIL SÖLU sumardekk
4 stk. BF Goodridge sumardekk 215/65 R 16 nánast óslitin, verð 40.000 uppl. Sí...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...