Telja að skrifstofustjóri eigi að hugsa sinn gang

mbl.is

Stjórn Borgarahreyfingarinnar telur að skrifstofustjóri Alþingis ætti alvarlega að hugsa sinn gang vegna ákærunnar gegn 9 mótmælendum og framferði þeirra á þingpöllum í desember 2008. Þetta kemur fram á vef samtakanna.

„Umfjöllun í Kastljósinu þann 20. maí sýndi og sannaði að sumar fullyrðingar í ákærunni eru fjarri raunveruleikanum og standast ekki skoðun. Það er Alþingi til háborinnar skammar. Tiltrú almennings á stofnuninni er afar lítil og tæpast verður þetta til að bæta úr því.

Við hvetjum bæði skrifstofustjóra Alþingis og forseta Alþingis til að viðurkenna rangfærslur opinberlega og biðjast afsökunar," segir á vef Borgarahreyfingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert