Ekki lagt að Steinunni að segja af sér

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki hafa lagt að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að segja af sér þingmennsku fyrir Samfylkinguna. Ekki hafi heldur verið lagt sérstaklega að henni innan þingflokksins.

„Hún tók þessa ákvörðun sjálf og ég tel að hún hafi gert það af mikilli auðmýkt og mikilli reisn,“ segir Jóhanna.

Varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur ekki svarað skilaboðum Morgunblaðsins, til að tjá sig um afsögn Steinunnar, og heldur ekki efstu frambjóðendur á lista flokksins í borginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert