Fjallkonan lífguð við

Þátttakendur í gjörningi Hlutverkasetursins í dag.
Þátttakendur í gjörningi Hlutverkasetursins í dag. mbl.is/Ómar

Tugir manna tóku þátt í gjörningi á vegum leikhóps Hlutverkaseturs í Reykjavík í dag. Þar var með táknrænum hætti fjallað um þær raunir, sem íslenska fjallkonan hefur lent í á undanförnum árum vegna fjármálahrunsins. 

Fjallkonan hélt ásamt fylgdarliði frá Hallgrímskirkju áleiðis niður á Austurvöll. Græðgin lagði af stað á sama tíma og vildi giftast fjallkonunni en hún kynntist á leiðinni öðrum vonbiðli, ljóta kallinum, sem lagði af stað frá Seðlabankanum. Á Austurvelli giftu síðan fjallkonan og ljóti kallinn sig en það hjónaband endaði með því að fjallkonan dó. Náttúran kom þá aðvífandi og tókst að lífga fjallkonuna við. 

Notast var við brúður sem unnar voru úr litlu sem engu, sérstaklega fyrir verkið.

Að sögn Sveinbjörns Fjölnis Péturssonar hjá Hlutverkasetri tókst gjörningurinn vel og margir fylgdust með ferð leikhópsins um miðborgina. 

Hlutverkasetur hefur verið starfandi frá árinu 2007 til að aðstoða þá sem hafa misst hlutverk sitt í lífinu.  Í kjölfar efnahagshrunsins víkkaði Hlutverkasetur út starfsemi sína og opnaði hana fyrir atvinnuleitendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert