Íslenski fáninn brenndur á Youtube

Eldur er borinn að íslenska fánanum í myndbandinu.
Eldur er borinn að íslenska fánanum í myndbandinu.

Bensíni er hellt yfir íslenska fánann og kveikt í honum í myndbandi frá Bandaríkjunum sem sjá má á myndbandavefnum Youtube. Hlaðinn hefur verið viðarstafli, íslenski fáninn breiddur yfir og er fjöldi manna viðstaddur þegar eldur er borinn að og kveikt í fánanum. Aðgerðin misheppnast hinsvegar því eldurinn leiðir inn í bensínbrúsann og þarf sá sem hellir að forða sér á hlaupum.

Við fyrstu sýn mætti halda að þarna væri á ferðinni einhvers konar mótmælagjörningur til að lýsa yfir andstöðu gegn Íslandi með áhrifamiklum hætti, enda er gjarnan gripið til þess að brenna þjóðfána til að lýsa yfir andúð sinni á viðkomandi ríki. Hér er hinsvegar ekki um Íslandshatur að ræða og sá kærasta eiganda myndbandsins sig knúna til að koma þeim skilaboðum á framfæri eftir að myndbandið var birt.

Þar kemur fram að íslenski fáninn var brenndur í táknrænni athöfn til að kveðja afa kærustunnar, sem að hennar sögn var „stoltur afkomandi íslenskra innflytjenda" í Bandaríkjunum. „Þegar hann dó í síðasta mánuði ákváðum við að brenna fánann til að kveðja hann og taka fánann hans úr notkun. Þegar þú hættir að nota fána í Bandaríkjunum er ætlast til þess að þú brennir hann. Við vorum að fylgja þeirri hefð. Bensínið notuðum við vegna þess að það var mjög mikil rigning sem gerði það að verkum að það var erfitt að kveikja í. Við erum ekki sveitadurgar."

Myndbandið má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert