Bíllinn gjörónýtur eftir brunann

Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbrautinni í dag
Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbrautinni í dag

Vel gekk að slökkva eldinn sem kom upp í bifreið á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík á fjórða tímanum í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kviknaði í bílnum í akstri og var hann alelda þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn.

Um 45 mínútur tók að slökkva eldinn. Sjónarvottar lýstu því að öldruðum manni hefði verið hjálpað út úr bifreiðinni áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Ökumaður var svo sóttur af einkabíl, en bíllinn sem kviknaði í er gjörónýtur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert