Magnús Orri vill bankaskatt

Magnús Orri Schram
Magnús Orri Schram Þorvaldur Örn Kristmundsson

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði það til á Alþingi í dag að lagður yrði tekjuskattur, eða bankaskattur, á fjármálastofnanir sem skiluðu miklum hagnaði.

Hann vakti athygli á því að nýju viðskiptabankarnir hefðu skilað um 51 milljarði króna í hagnað á síðasta ári og arðsemi eigin fjár hefði verið allt að 30%. Á tímabili hefði Landsbankinn hagnast um 90 milljónir á dag.

„Þetta er á þeim tíma sem stjórnvöld eiga í hatrammri baráttu við bankastofnanir um að koma til móts við skuldara," sagði Magnús Orri. Minnti hann á að loka þyrfti 40 til 50 milljarða króna fjárlagagati, en ella myndu vaxtagreiðslur sliga fjárhag ríkisins. Sagði hann að allt frá árinu 2003 hefði hagnaður bankanna verið einkavæddur en tap þeirra ríkisvætt.

Þess vegna ætti að íhuga að leggja þennan skatt á þá banka sem skila miklum hagnaði um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert