Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar

Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir á kosningakvöldi.
Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir á kosningakvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Besti flokkurinn og Samfylkingin boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, núverandi borgarstjóra, að taka sæti forseta borgarstjórnar.

Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarkona Jóns Gnarrs, sagði í gær að Jón Gnarr hefði átt samtöl við forystumenn Sjálfstæðisflokks og VG, en um þau samtöl ríkti trúnaður.

Ekki náðist í Hönnu Birnu eða Dag B. Eggertsson í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert