Spáð allt að 27 gráða hita á Austurlandi í lok vikunnar

Egilsstaðir.
Egilsstaðir. mbl.is/GSH

Spá Veðurstofunnar fyrir vikuna á Egilsstöðum er óvenju góð en spáð er 19°C hita á þjóðhátíðardaginn og upp í 24°C á föstudag.

Samkvæmt vefsíðu Veðurstofunnar á hádegishiti á Egilsstöðum að fara í 27°C á laugardag. Sibylle von Löwis, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að taka megi tölunum með fyrirvara þar sem þetta sé sjálfvirk spá og vanti þar inn í útreikninga og önnur áhrif.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að loftið verði ekki afbrigðilega hlýtt en þó nóg til að koma hitastigi yfir 25°C um austanvert landið svo lengi sem sólin nái að skína og hafgolu verði haldið frá. Einar segir að ef menn leiti sér að áningarstað fyrir ferðalagið sé ekki vafamál að austanvert landið sé besti staðurinn, frá Eyjafirði og austur úr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert