Taka stöðu gegn almenningi

Gengislánin eru nú í brennidepli.
Gengislánin eru nú í brennidepli. Friðrik Tryggvason

„Þetta er áframhald á gamla Íslandi þar sem ríkisvaldið og fjármálastofnanir taka sameiginlega stöðu gegn almenningi í landinu. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um hvernig honum finnist viðbrögð stjórnarinnar við gengisdómnum ríma við kröfuna um „nýja Ísland“.

Eins og fréttavefur Morgunblaðsins hefur greint frá er Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra þeirrar skoðunar að óraunhæft sé að verða við ítrustu kröfum þeirra sem tóku gengislán og horfa nú til niðurstöðu Hæstaréttar í þessum efnum.

Blekkingarleikur ráðherra 

En hvaða skoðun hefur Þór á því sjónarmiði Gylfa að ef þessi leið verði farin muni skattgreiðendur á endanum þurfa að greiða fyrir hana?

„Það er ekki rétt hjá honum. Það er tóm blekking. Hvers vegna ættu skattgreiðendur að borga fyrir hana. Það hefur komið fram á nefndarfundum að þessi leið geti orðið dýr og að hún muni hugsanlega setja fjármögnunarfyrirtækin á hausinn nema eigendur þeirra leggi fram meira eiginfé. Og hún mun hugsanlega setja einn banka á hausinn nema eigendur hans leggi fram meira eiginfé,“ segir Þór sem vísar til setu sinnar í efnahags- og skattanefnd.

„Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að þessi leið muni verða skattborgurum dýr. Hún getur hugsanlega orðið það ef ríkið ætlar að fara að leggja fé í púkið sem þarf sennilega ekki að gera með Landsbankann því hann stendur þetta af sér. Og ríkið á lítinn hlut í hinum bönkunum, um 10%, að mig minnir.“ 

- Gylfi telur að það verði að koma til eiginfjárstyrking verði þessi leið á annað borð farin og að hún verði að koma frá ríkinu. Hvernig bregstu við þeim orðum?

„Það er ekki víst að það þurfi að koma til eiginfjárstyrking. Það er það sem hefur komið fram á þessum nefndarfundum og meira segja í morgun með fjármögnunarfyrirtækjunum. Þannig að þarna er Gylfi beinlínis að blekkja.“

Sömu viðbrögð og í Icesave-málinu

- Hvers vegna ætti hann að vera að blekkja?

„Af því að hann er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að fara þessa leið. Þetta er pólitísk afstaða Samfylkingar og ríkisstjórnarinnar. Þetta er alveg nákvæmlega sömu viðbrögð og hann og ráðherrar í ríkisstjórninni beittu í Icesave-málinu. Þeir halda fram pólitískum sjónarmiðum sem þeim hentar. Mér finnst satt að segja ógeðslegt að horfa upp á þetta því að þeir varpa fram hér misvísandi og röngum upplýsingum í pólitískum tilgangi.“

Þór undrast ummæli viðskiptaráðherra.

„Það sem hann er að segja er að það gangi ekki upp að vextirnir í samningunum verði látnir gilda. Ég átta mig nú ekki á því með hvaða hætti ráðherra í ríkisstjórn Íslands getur hafnað því að hlíta niðurstöðu Hæstaréttar.

Viðbrögð Gylfa einkennast líka af því að hann er að framfylgja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, sjóðs sem er hliðhollur fjármagnseigendum en er andstæður almenningi,“ segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar.

Þór Saari.
Þór Saari. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Kólnar með útsynningi, skúrum eða éljum

06:44 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu seinni partinn og í kvöld. Hlýnað hefur hratt á landinu í nótt og því víða hláka í dag og hætt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Meira »

Fíkniefnasali handtekinn á Laugavegi

06:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala á Laugaveginum um miðnætti í nótt en hann reyndist sjálfur vera undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Annar ökumaður gistir einnig fangageymslu þar sem hann var í svo annarlegu ástandi við aksturinn að ekki var hægt að ræða við hann. Meira »

Enn ósamið við flugvirkja

05:40 Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, sleit fundi samninganefnda í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair um fjögurleytið í nótt, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þetta kemur fram á vef RÚV. Forsætisráðherra segir lagasetningu ekki koma til greina. Meira »

4,4 milljarða bréf í Vatnsmýrinni

05:30 Borgarráð hefur orðið við beiðni Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa 4,4 milljarða tryggingabréfi vegna uppbyggingar við Hlíðarenda. Meira »

Opin og traust samskipti eru mikilvæg

05:30 „Það er ekki til nein altæk lýsing á þeim sem gerast uppvísir að svona hegðun, eða þeim fyrirtækjum þar sem áreitni og ofbeldi viðgangast.“ Meira »

Jarðstrengjasvigrúm notað við flugvöllinn

05:30 Skipulagsstofnun telur sérstaka ástæðu til að nýta möguleika sem eru fyrir hendi til að leggja þá kafla Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra neikvæðra áhrifa er að vænta á landslag, ferðaþjónustu og útivist og fugla. Meira »

Grunnskóli Borgarness stækkar mjög

05:30 Til stendur að bjóða út framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskóla Borgarness fljótlega eftir áramót. Er þetta fjárfrekasta verkefni Borgarbyggðar næstu árin. Meira »

Flestir eldri en þeir segjast vera

05:30 Umsækjendur um vernd hér á landi fyrstu ellefu mánuði ársins voru orðnir 1.033. Í þessum hópi kváðust 24 vera fylgdarlaus ungmenni. Meira »

Framkvæmdir á döfinni

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 30 milljóna króna afgangi fyrir fjármagnsliði af rekstri Grundarfjarðarbæjar á næsta ári, en heildartekjur sveitarfélagsins verða skv. fjárhagsáætlun 1.034 m. kr. Meira »

Riðuveiki í Svarfaðardalnum

05:30 Riðuveiki hefur greinst í sýni úr kind frá bænum Urðum í Svarfaðardal, sem fór til slátrunar í haust.   Meira »

Óskum er ekki mætt

05:30 Alls 300 milljónir króna vantar á næsta ári til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og óskum um aukna fjármuni til rekstrarins er ekki svarað í fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
MAZDA 3 - Ný skoðaður - Ekinn aðeins 74 þús.
Til sölu MAZDA 3 árg. 2004. Sjálfskiptur. Ekinn aðeins 74 þúsund km. Bíllinn lít...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...