Skorast ekki undan ábyrgð

Pétur Blöndal, alþingismaður
Pétur Blöndal, alþingismaður mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Pétur Blöndal, alþingismaður, segir að nokkrir hafi leitað til sín um að bjóða sig fram í embætti formanns. Hann segir það ábyrgð að bjóða sig fram en það sé líka ábyrgð að skorast undan ábyrgð. Pétur tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.   Fer kosning formanns fram klukkan 13:30 í dag.

Hann segist aldrei hafa beðið um stuðning þegar hann hafi tekið þátt í prófkjörum heldur einungis boðið sig fram. Þetta sé ekki kappleikur heldur lýðræði. Hann sé ekki að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins, heldur með honum. Fólk eigi að geta kosið og lýðræði skaði ekki neinn.

Pétur fór yfir fyrri störf sín bæði á þingi og í atvinnulífinu. Hann segir verðtryggingu vera nauðvörn og á meðan ekki næst sátt um litla verðbólgu verði lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur að fá verðtryggingu á fé sitt.

Pétur sagði frá því hvernig hann hafi varað við krosseignatengslum, stöðu sparisjóða og bankanna löngu fyrir hrun. Ekki hafi verið hlustað á viðvaranir hans. Þær ekki einu sinni ræddar.

Pétur segir að það skorti á framsýni, lausnir og lausnir á vanda.

Hann segir að sjálfsögðu verði að fara að dómi Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Það sé hans vilji að Hæstiréttur felli þá dóma sem fella þurfi innan mánaðar þannig að bæði lánveitendur og lántakendur viti hver staða þeirra er. Það þurfi að skýra nákvæmlega hvað Hæstiréttur átti við og það þurfi að gerast hratt. 

Hugsa þurfi út fyrir kassann, að sögn Péturs þegar kemur að lausnum varðandi fjármálakerfið. Það þurfi að gefa þjóðinni von. Hvernig sjálfstæðismenn vilja sjá íslenskt þjóðfélag eftir 10 ár.

Hann telur ekki rétt að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið nú. Ekki sé rétt að fara inn á hnjánum og gegnum hundalúguna. 

Í skattamálum þurfi að stækka kökuna ,ekki vera upptekin af því hvernig eigi að skipta henni, að sögn Péturs.

Pétur gerði skuldastöðu landa að umtalsefni í framboðsræðu sinni. Hann segir að Ísland hafi alltaf verið skuldamegin - það séu þjóðir sem eigi eignir og vill að Íslendingar breyti um hugsunargang og komist eignamegin. Sveitafélög eigi ekki að safna skuldum og fyrirtæki eigi að vera með jákvætt eigið fé. Heimilin séu byrjuð að leggja fyrir. Ef þetta verði að veruleika þá þurfi ekki að óttast kreppu. Ef Íslendingar vilji aðra mynt þá bara kaupum við hana inn til landsins, segir Pétur.

Hann segir ógagnsæi valda því að fólk treysti ekki. Íslenskt þjóðfélag þurfi traust, íslenska þjóðin þurfi á trausti að halda. Menn verði að geta treyst stjórnmálamönnum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins byggi á orðunum: frelsi ábyrgð og umhyggja. Pétur segist vera mjög ánægður með þessi orð. Frelsi einstaklinga eigi að ráða. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja fólki hvað það eigi að gera. Fólk eigi að ráða því hvort það borði sykur eða fari í ljós.

Hugsa þurfi um umhyggju. Það þurfi að hugsa um þá sem verði undir í lífinu og byggja upp gott velferðarkerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Fyrsti vélstjóri óskast til afleysin...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...