Skorast ekki undan ábyrgð

Pétur Blöndal, alþingismaður
Pétur Blöndal, alþingismaður mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Pétur Blöndal, alþingismaður, segir að nokkrir hafi leitað til sín um að bjóða sig fram í embætti formanns. Hann segir það ábyrgð að bjóða sig fram en það sé líka ábyrgð að skorast undan ábyrgð. Pétur tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.   Fer kosning formanns fram klukkan 13:30 í dag.

Hann segist aldrei hafa beðið um stuðning þegar hann hafi tekið þátt í prófkjörum heldur einungis boðið sig fram. Þetta sé ekki kappleikur heldur lýðræði. Hann sé ekki að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins, heldur með honum. Fólk eigi að geta kosið og lýðræði skaði ekki neinn.

Pétur fór yfir fyrri störf sín bæði á þingi og í atvinnulífinu. Hann segir verðtryggingu vera nauðvörn og á meðan ekki næst sátt um litla verðbólgu verði lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur að fá verðtryggingu á fé sitt.

Pétur sagði frá því hvernig hann hafi varað við krosseignatengslum, stöðu sparisjóða og bankanna löngu fyrir hrun. Ekki hafi verið hlustað á viðvaranir hans. Þær ekki einu sinni ræddar.

Pétur segir að það skorti á framsýni, lausnir og lausnir á vanda.

Hann segir að sjálfsögðu verði að fara að dómi Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Það sé hans vilji að Hæstiréttur felli þá dóma sem fella þurfi innan mánaðar þannig að bæði lánveitendur og lántakendur viti hver staða þeirra er. Það þurfi að skýra nákvæmlega hvað Hæstiréttur átti við og það þurfi að gerast hratt. 

Hugsa þurfi út fyrir kassann, að sögn Péturs þegar kemur að lausnum varðandi fjármálakerfið. Það þurfi að gefa þjóðinni von. Hvernig sjálfstæðismenn vilja sjá íslenskt þjóðfélag eftir 10 ár.

Hann telur ekki rétt að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið nú. Ekki sé rétt að fara inn á hnjánum og gegnum hundalúguna. 

Í skattamálum þurfi að stækka kökuna ,ekki vera upptekin af því hvernig eigi að skipta henni, að sögn Péturs.

Pétur gerði skuldastöðu landa að umtalsefni í framboðsræðu sinni. Hann segir að Ísland hafi alltaf verið skuldamegin - það séu þjóðir sem eigi eignir og vill að Íslendingar breyti um hugsunargang og komist eignamegin. Sveitafélög eigi ekki að safna skuldum og fyrirtæki eigi að vera með jákvætt eigið fé. Heimilin séu byrjuð að leggja fyrir. Ef þetta verði að veruleika þá þurfi ekki að óttast kreppu. Ef Íslendingar vilji aðra mynt þá bara kaupum við hana inn til landsins, segir Pétur.

Hann segir ógagnsæi valda því að fólk treysti ekki. Íslenskt þjóðfélag þurfi traust, íslenska þjóðin þurfi á trausti að halda. Menn verði að geta treyst stjórnmálamönnum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins byggi á orðunum: frelsi ábyrgð og umhyggja. Pétur segist vera mjög ánægður með þessi orð. Frelsi einstaklinga eigi að ráða. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja fólki hvað það eigi að gera. Fólk eigi að ráða því hvort það borði sykur eða fari í ljós.

Hugsa þurfi um umhyggju. Það þurfi að hugsa um þá sem verði undir í lífinu og byggja upp gott velferðarkerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum stöndum við á tímamótum – hingað og ekki lengra. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Aukin framlög til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. 2.1943
Þormóðsslysið var mikill harmleikur. Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...