Skorast ekki undan ábyrgð

Pétur Blöndal, alþingismaður
Pétur Blöndal, alþingismaður mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Pétur Blöndal, alþingismaður, segir að nokkrir hafi leitað til sín um að bjóða sig fram í embætti formanns. Hann segir það ábyrgð að bjóða sig fram en það sé líka ábyrgð að skorast undan ábyrgð. Pétur tilkynnti í morgun að hann ætlaði að bjóða sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.   Fer kosning formanns fram klukkan 13:30 í dag.

Hann segist aldrei hafa beðið um stuðning þegar hann hafi tekið þátt í prófkjörum heldur einungis boðið sig fram. Þetta sé ekki kappleikur heldur lýðræði. Hann sé ekki að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni flokksins, heldur með honum. Fólk eigi að geta kosið og lýðræði skaði ekki neinn.

Pétur fór yfir fyrri störf sín bæði á þingi og í atvinnulífinu. Hann segir verðtryggingu vera nauðvörn og á meðan ekki næst sátt um litla verðbólgu verði lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur að fá verðtryggingu á fé sitt.

Pétur sagði frá því hvernig hann hafi varað við krosseignatengslum, stöðu sparisjóða og bankanna löngu fyrir hrun. Ekki hafi verið hlustað á viðvaranir hans. Þær ekki einu sinni ræddar.

Pétur segir að það skorti á framsýni, lausnir og lausnir á vanda.

Hann segir að sjálfsögðu verði að fara að dómi Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Það sé hans vilji að Hæstiréttur felli þá dóma sem fella þurfi innan mánaðar þannig að bæði lánveitendur og lántakendur viti hver staða þeirra er. Það þurfi að skýra nákvæmlega hvað Hæstiréttur átti við og það þurfi að gerast hratt. 

Hugsa þurfi út fyrir kassann, að sögn Péturs þegar kemur að lausnum varðandi fjármálakerfið. Það þurfi að gefa þjóðinni von. Hvernig sjálfstæðismenn vilja sjá íslenskt þjóðfélag eftir 10 ár.

Hann telur ekki rétt að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið nú. Ekki sé rétt að fara inn á hnjánum og gegnum hundalúguna. 

Í skattamálum þurfi að stækka kökuna ,ekki vera upptekin af því hvernig eigi að skipta henni, að sögn Péturs.

Pétur gerði skuldastöðu landa að umtalsefni í framboðsræðu sinni. Hann segir að Ísland hafi alltaf verið skuldamegin - það séu þjóðir sem eigi eignir og vill að Íslendingar breyti um hugsunargang og komist eignamegin. Sveitafélög eigi ekki að safna skuldum og fyrirtæki eigi að vera með jákvætt eigið fé. Heimilin séu byrjuð að leggja fyrir. Ef þetta verði að veruleika þá þurfi ekki að óttast kreppu. Ef Íslendingar vilji aðra mynt þá bara kaupum við hana inn til landsins, segir Pétur.

Hann segir ógagnsæi valda því að fólk treysti ekki. Íslenskt þjóðfélag þurfi traust, íslenska þjóðin þurfi á trausti að halda. Menn verði að geta treyst stjórnmálamönnum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins byggi á orðunum: frelsi ábyrgð og umhyggja. Pétur segist vera mjög ánægður með þessi orð. Frelsi einstaklinga eigi að ráða. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja fólki hvað það eigi að gera. Fólk eigi að ráða því hvort það borði sykur eða fari í ljós.

Hugsa þurfi um umhyggju. Það þurfi að hugsa um þá sem verði undir í lífinu og byggja upp gott velferðarkerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Hreinsa þakrennur, ryðbletta þök o.fl
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...