Hægt að reikna út áhrifin á gengistryggð lán

Þeir sem eru með gengistryggð lán geta nú reiknað út sér að kostnaðarlausu hver staða lánanna er í kjölfar dóma Hæstaréttar, sem hefur dæmt lánin ólögmæt. Sparnaður ehf. hefur smíðað reiknivél þar sem fólk getur áttað sig betur á stöðunni.

„Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda fólki að átta sig á áhrifum þessara mismunandi viðhorfa á lánin sín svo að það geti tekið yfirvegaða og upplýsta afstöðu til umræðunnar og hvernig skynsamlegast sé að bregðast við,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá segir að forsendur sem reiknivélin bjóði upp á að bornar séu saman séu:

  1. Óbreytt gengistryggt lán
  2. Afnám gengistryggingar en óbreyttir vextir (samkvæmt dómi Hæstaréttar)
  3. Afnám gengistryggingar en breytilegir vextir eins og þeir voru hjá Seðlabanka Íslands við töku láns
  4. Lán með verðtryggingu og breytilega vexti Seðlabankans
Nánar upplýsingar hér.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert