Gjaldskrárhækkanir óhjákvæmilegar

mbl.is/Heiðar

Haraldur Flosi Tryggvason, starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að líklega væru gjaldskrárhækkanir óhjákvæmilegar. Sagði hann að borgarbúum hefði verið hlíft við gjaldskrárhækkunum undanfarið og því ætti Orkuveitan dálítið inni.

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að gjaldskrárhækkun væri eina leiðin til að afstýra greiðsluþroti Orkuveitunnar sé miðað við óbreyttar efnahagsaðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert