Makríllinn eins og ryksuga og tekur allt sem hann nær í

Makríll.
Makríll.

Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunarinnar, hélt í 25 daga leiðangur umhverfis landið í fyrradag í þeim tilgangi að meta útbreiðslu, göngur og fæðuvistfræði makríls við landið.

Ekki er talið að makríll hrygni innan íslensku lögsögunnar heldur gangi hann fyrst og fremst á Íslandsmið í fæðuleit. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, segir að uppistaðan í fæðunni sé rauðáta og ljósáta, en síðan taki hann önnur dýr sem hann ráði við, eins og smáan smokk, loðnu og alls konar fiskseiði.

Í gærmorgun hafi hann til dæmis séð mjög smávaxna fiska í mögum makríls, sem leiðangursmenn fengu út af Snæfellsnesi. Hann hafi ekki getað greint tegundirnar en annaðhvort hafi verið um að ræða bolfiskaseiði eða spærling. „Hann tekur allt sem fyrir honum verður en uppistaðan í fæðunni er áta,“ segir Sveinn í umfjöllun um makrílinn í  Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert