Neytendur sitja uppi með forsendubrestinn

Marínó segir það ekki neytandanum að kenna að lánin séu …
Marínó segir það ekki neytandanum að kenna að lánin séu ólögleg. mbl.is

„Ég get ekki sagt að niðurstaðan komi mér á óvart en hún er fyrst og fremst leið til að komast að Hæstarétti,“ segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í hagsmunasamtökum heimilanna. Sama hvernig niðurstaðan sé þá muni Hæstiréttur eiga síðasta orðið.

„Fyrsta forsenda dómsins, og það sem virðist ráðandi í niðurstöðunni, er það að fjármögnunarfyrirtækin hafi orðið fyrir forsendubresti. Mér finnst fjarstæðukennt að bæta fjármögnunarfyrirtækinu forsendubrest en neytandinn sitji uppi með hann,“ segir Marinó. Niðurstaðan sé á þá leið að fjármögnunarfyrirtækið eigi ekki að þurfa að líða fyrir það að hafa brotið lög.

Marinó segir fjármögnunarfyrirtækin hafa gert vitleysu með því að bjóða gengistryggðu lánin. Það sé ekki neytandanum að kenna, hann eigi að geta treyst því að vara á neytendamarkaði sé lögleg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert