Eitt varðskip við Ísland

Varðskipið Týr á siglingu.
Varðskipið Týr á siglingu. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan hefur síðustu tvö ár staðið í viðamikilli endurskipulagningu. Haustið 2008 var hafist handa við niðurskurð í kjölfar gengisbreytinga, hækkunar eldsneytisverðs og síðar minni fjárveitinga.

Niðurskurðurinn hefur bitnað verulega á þjónustu Gæslunnar, t.d. hefur þyrlunum verið fækkað úr fjórum í tvær. Vegna þrenginga hefur Landhelgisgæslan aukið starfsemi sína erlendis og nú er svo komið að rúmlega helmingur starfseminnar fer fram í útlöndum.

Varðskipið Týr er nú eina varðskip Landhelgisgæslunnar í lögsögu Íslands. Von er á nýju varðskipi næsta sumar og mun það væntanlega taka við af þeim eldri. Svo getur farið að nýja skipið verði leigt út til annarra verkefna en við Ísland, að því er fram kemur í umfjöllun um Gæsluna í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert