Ingi Valur Jóhannsson nýr umboðsmaður skuldara

Runólfur Ágústsson
Runólfur Ágústsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, hefur verið settur umboðsmaður skuldara. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is Runólfur Ágústsson, nýráðinn umboðsmaður skuldara, sagði af sér í gærkvöldi.

Ingi Valur var áður formaður Ráðgjafastofu heimilanna en hann er ráðinn umboðsmaður skuldara tímabundið á meðan unnið er að því að ráða í starfið til frambúðar. 

Anna Sigrún segir að nú þurfi að skoða það í stjórnsýslulegu tilliti hvort auglýsa þarf á ný eða ræða við aðra umsækjendur um starfið sem metnir voru hæfir á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert