Gagnrýnir Flugfélag Íslands

Aðalsteinn Á. Baldursson.
Aðalsteinn Á. Baldursson.

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar- stéttarfélags, gagnrýnir vinnubrögð Flugfélags Íslands vegna áætlana um að lenda á Húsavíkurvelli í dag og hunsa þannig kjarabaráttu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Launanefnd sveitarfélaga.

Segir Aðalsteinn á vef Framsýnar, að nær væri að Flugfélagið sýndi skynsemi og hæfi reglulegt áætlunarflug til Húsavíkur. 

Aðalsteinn segir að ekki sé hægt að útiloka, að félagið bregðist við því að Húsavíkurflugvöllur sé misnotaður með þessum hætti. „Við sættum okkur alls ekki við að flugvöllurinn okkar sé notaður til að veikja stöðu LSS í sinni kjarabaráttu," segir hann.

Vefur Framsýnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert