Tveggja ára stúlka brenndist við Geysi

Geysir í Haukadal umkringdur ferðamönnum.
Geysir í Haukadal umkringdur ferðamönnum. mbl.is/RAX

Tveggja ára gömul telpa brenndist á heitu vatni á hverasvæðinu við Geysi í Haukdal síðdegis í dag þar sem hún var á ferð með foreldrum sínum. Telpan hrasaði um band sem strengt er til að afmarka göngustíga á svæðinu og féll fram fyrir sig.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hlaut telpan annars stigs brunasár á höndum, höfði og bringu. Sjúkraflutningsmaður sem búsettur er á Geysi auk vakthafandi læknis á Laugarási voru kallaðir til og önnuðust um stúlkuna þar til unnt var að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík. Um erlenda ferðamenn var að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert