Eðlilegt að einkafyrirtæki hljóti kynningu

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur mbl.is/Ómar

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, segir það ekki óeðlilegt að hann fái ókeypis afnot af bíl í boði einkafyrirtækis.

Borgarstjórinn tók nýjan vistvænan bíl í notkun hinn 5. ágúst en fyrirtækið Nýorka lánar honum bílinn í þrjá mánuði. Óánægjuraddir hafa ómað um málið en sumir telja það óeðlilegt að borgarstjóri fái bíl til sinna umráða frá einkafyrirtæki án endurgjalds. Bent hefur verið á siðareglur kjörinna fulltrúa en í fimmtu grein þeirra segir að kjörnir fulltrúar skuli ekki þiggja gjafir eða fríðindi frá viðskiptamönnum sem leita eftir þjónustu Reykjavíkurborgar.

Þá hefur verið bent á að bæði umhverfisráðherra og forseti Íslands aki um á vistvænum bílum sem kostaðir eru að fullu af hinu opinbera.

Jón Gnarr segir bílinn fenginn að láni án skilyrða og án greiðslna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert