Spáir „makrílstríði" við ESB

Huginn VE veiðir mikið af makríl í óþökk Evrópusambandsins.
Huginn VE veiðir mikið af makríl í óþökk Evrópusambandsins. Þorgeir Baldursson

Í síðustu viku komu sjómenn frá Peterhead í Skotlandi í veg fyrir það að færeyskt skip landaði 900 tonnum af makríl þar, en Evrópusambandið gæti lagt viðskiptahindranir á Íslendinga eða meinað íslenskum skipum inngöngu í evrópskar hafnir í því sem gæti orðið að ,,makrílstríði”, að því er segir í umfjöllun á vefútgáfu breska blaðsins The Independent í dag.

Blaðamaður The Independent, Martin Hickman, líkir þessu við Þorskastríðin, þegar, eins og hann lýsir því, bresk herskip voru send ,,til þess að reka íslenska togara af umdeildum veiðisvæðum.” ESB hefur varað við því að það muni grípa til „allra nauðsynlegra aðgerða” til þess að vernda hagsmuni sína.

Aukinnar spennu hefur gætt í samskiptum eftir að Íslendingar ákváðu einhliða að veiða þrisvar sinnum meiri makríl í ár heldur en ESB telur réttlætanlegt. Færeyingar fylgdu í kjölfarið með svipaða ákvörðun.

Þegar sú veiði er lögð saman við það sem veitt er af ríkjum ESB og Noregi, verður heildarveiðin meiri en svo að hún teljist sjálfbær og ógnar því einum best heppnuðu veiðum á vegum ESB. Útgerð innan ESB hefur hins vegar almennt einkennst af titringi og hagsmunabaráttu.

Ísland, sem almennt hefur á sér got orð fyrir fiskveiðistjórnun, að sögn The Independent, heldur því fram að það eigi rétt á því að veiða hvaða fisk sem það vill innan 200 mílna lögsögu sinnar. LÍÚ hefur farið aðgerðirnar sem „löglegar og ábyrgar” að sögn blaðsins.

Blaðið fer ekki nánar út í afstöðu LÍÚ til málsins en á mbl.is hefur komið fram að Íslendingar hafa sóst eftir því að komast að samningaborðinu um makrílveiðarnar, en ekki verið hleypt inn í umræðuna.

Maria Damanaki yfirmaður sjávarútvegsmála hjá Framkvæmdastjórn ESB, hefur sagt að hún muni krefjast þess að deilan verði leyst svo veiðarnar verði sjálfbærar á ný. Þá hefur The Independent eftir henni: „Hins vegar, ef áfram verður stjórnleysi í makrílveiðunum og ríkin halda óraunhæfum kröfum sínum til streitu, þá mun Framkvæmdastjórnin hugleiða allar nauðsynlegar aðgerðir til að vernda makrílstofninn og gæta hagsmuna ESB.”

ESB, sem grunar að ákvörðun Íslendinga ráðist af slæmu efnahagsástandi, segir að það muni íhuga að segja sig frá öllum fiskveiðisamningum við Íslendinga, sem gæti sett fiskveiðistjórnun víða, t.d. á þorski, í uppnám. Annar möguleiki eru viðskiptaþvinganir, eða löndunarbann á íslensk skip í evrópskum höfnum.

Blaðið lýsir hörðum viðbrögðum víða við makrílveiðunum og segir að Bretland, Noregur og önnur ríki gætu tekið upp á því að hindra inngöngu Íslendinga í ESB, eða nota aðildarviðræðurnar sem tæki til þess að fá Íslendinga til að hætta makrílveiðunum.

Sjávarútvegsráðherra Skotlands sagði í gær: „Ég finn fyrir miklum liðsauka með þeirri staðfestu sem ESB sýnir í þessu máli og vona að þessi mál verði í forgrunni í aðildarviðræðum Íslendinga við ESB.”

Ítarlega umfjöllun The Independent um þetta má lesa hér í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Ennþá að skamma fyrir nektarmyndir

11:25 „Við erum ennþá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda. Meira »

Rafleiðni minnkar hægt

11:00 Rafleiðni í Múlakvísl virðist hafa náð ákveðnum toppi í bili og mælist nú um 420 µS/cm. Hún getur þó vaxið aftur að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu. Áin er gríðarstór og mikil lykt er af henni. Óvenjulítið ber á sigkötlunum í Mýrdalsjökli. Meira »

John Snorri á leið í grunnbúðir

09:53 John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til þess að toppa fjallið K2, er á leiðinni aftur niður í grunnbúðir. Leiðin niður er ekki síður hættuleg en erfitt er að verjast snjóflóðum, grjóthruni og skriðum sem koma í bakið. Meira »

Upp á bráðamóttöku NÚNA!

09:34 „Hvaða vitleysa er þetta, ég er bara 43 ára gamall. Get varla verið að fá kransæðastíflu,“ hugsaði leikhúsmaðurinn Bjarni Haukur Þórsson með sér haustið 2014. Þetta var skömmu eftir frumsýningu bíómyndarinnar Afans og Bjarni farinn að finna fyrir vaxandi mæði en ýtti því frá sér. Meira »

Fyrsta ferðin til Akraness

08:18 Á morgun klukkan átta er áætlað að franska skemmtiferðaskipið Le Boreal leggist að aðalhafnargarðinum á Akranesi.   Meira »

Hlaupið nái hámarki eftir nokkra tíma

08:07 „Það hefur vaxið mjög mikið rafleiðnin núna, sérstaklega síðasta klukkutímann,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, sérfræðingur á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, um ástand mála í Múlakvísl. Jökulhlaup er hafið í ánni og mun líklega ná hámarki eftir fáeinar klukkustundir. Meira »

Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

07:37 Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari. Meira »

Skert sóknargjald gerir viðhald á kirkjum erfitt

07:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að lækkun á tekjum kirknanna eftir hrun eigi þátt í því að ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi sem skyldi. Meira »

Hópslagsmál og sprautuhótun

07:34 Lögregla var kölluð út í miðbænum í nótt vegna hópslagsmála. Samkvæmt tilkynningu var mikill hiti í mönnum og þrír lögreglubílar sendir á vettvang. Mál leystust þó án teljandi vandræða og reyndist ekki nauðsynlegt að handtaka neinn viðkomandi. Meira »

Litakóða Kötlu breytt í gult

07:20 Litakóða Kötlu hefur verið breyt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskildur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu. Meira »

Erfitt hjá bændum og sláturleyfishöfum

05:30 Útflutningur á kindakjöti hefur undanfarin ár skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu, mörg hundruð tonn. Meira »

Vilja hafa hlutina flókna

05:30 Regluverk í byggingariðnaði á Íslandi er orðið flóknara en annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Björgvins Víglundssonar, verkfræðings og fyrrverandi starfsmanns hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Meira »

Flotinn eltist við makrílinn

05:30 „Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra. Meira »

Þrjú stór skip í höfn á Ísafirði

05:30 Þrjú skemmtiferðaskip liggja nú á Ísafirði, en um næstu helgi er búist við fjórum skipum þangað með alls 4.300 farþega um borð. Meira »

Færri bókanir en 2016

05:30 Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni. Meira »

Nýtt gæðagras uppfyllir staðla FIFA

05:30 „Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Meira »

Félagslegt húsnæði í smáhýsi

05:30 Sandgerðisbær hefur gert samning um kaup á fjórum smáhýsum sem nýta á sem félagslegt húsnæði.  Meira »

Sala á léttöli aukist gríðarlega

05:30 „Það hefur verið jöfn og góð aukning. Frá árinu 2013 hefur salan aukist um 60% í lítrum hjá okkur fyrstu sex mánuði áranna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, spurður hvort sala á léttöli hafi aukist á Íslandi. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...