Hvað er HS Orka?

Andstæðar fylkingar hafa nýverið tekist á um hvort eignarhald á auðlindum eigi eingöngu að vera í höndum hins opinbera eða líka einkaaðila. Í miðri hringiðunni eru tvö fyrirtæki á Suðurnesjum. HS orka og HS Veitur hafa tekið miklum breytingum nýlega sem kunna allar að ganga til baka á næstunni.

Júlíus Jónsson, forstjóri beggja fyrirtækjanna, hefur starfað á sama vinnustaðnum áratugum saman. Áður vann hann fyrir Hitaveitu Suðurnesja, en nú fyrir HS Orku og HS Veitur. Hitaveitan var klofin í þessi tvö fyrirtæki fyrir nokkru síðan vegna mismunandi hlutverka þeirra.

Forstjórinn kveður erlenda fjárfestingu mikilvæga þessa stundina, ætli HS Orka að halda áfram að feta þá braut sem þeim var ætlað með nýjum lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert