Gallerí Borg grunað um að selja falsað verk

mbl.is

Gallerí Borg hefur í tvígang selt málverk merkt listamanninum Þorvaldi Skúlasyni en báðir kaupendur hafa skilað því vegna gruns um fölsun.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Verkið er metið á um tvær milljónir króna. Pétur Þór Gunnarsson sem seldi verkið vísaði ásökunum um fölsun á bug í fréttatímanum.

Tveir kaupendur að málverki merktu Þorvaldi Skúlasyni hafa skilað því aftur til Gallerís Borgar, vegna gruns um að það sé falsað. Seljandinn vísar ásökunum um falsað verk á bug og hótar málsókn, samkvæmt vef RÚV.

Fyrri kaupandinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, festi kaup á verkinu í maí. Hann fann olíulitalykt af þrjátíu ára gömlu verkinu og leitaði skýringa hjá seljandanum Pétri Þór Gunnarssyni eigenda Gallerís Borgar.  Kaupandinn lét forvörð skoða verkið eftir að seljandi hvatti hann til þess. Tveir sjálfstæðir forverðir hvöttu kaupandann í framhaldinu til að skila verkinu vegna gruns um að verkið væri falsað.

Pétur Þór tók þá aftur við verkinu og endurgreiddi kaupverðið, tvær milljónir króna, til baka í reiðufé. Degi síðar hafði hann svo samband við listaverkasafnara sem hafði lýst yfir áhuga á að kaupa verkið og seldi honum það án þess að upplýsa hann um málavexti. Kaupverðið var 1,6 milljónir króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert