17 heilsugæslustöðvar verði 10

Heilsugæslustöð í Reykjavík.
Heilsugæslustöð í Reykjavík.

„Það liggur fyrir að því miður þurfum við að halda áfram í niðurskurði á næsta ári og grípa til fleiri sparnaðaraðgerða. Eitt af því sem þarf að gera er að efla heilsugæsluna og gera heilsugæslustöðvarnar stærri og öflugri en þær eru í dag,“ segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra.

Hún segir jafnframt að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar varðandi mögulega sameiningu á heilsugæslustöðvum.

„Það eru um 17 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að styrkja einingarnar; hafa stöðvarnar jafnstórar þannig að þær geti sinnt sínum verkefnum jafn vel. Og þær þyrftu að vera kannski 10 talsins. Við þurfum að fækka þeim.“

Álfheiður bætir við að hún hafi ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi skiptingu og staðsetningu stöðvanna.

„Það fer eftir íbúafjölda á hverjum stað og skipting gæti jafnvel tekið mið af hverfaskiptingu. Ég á von á tillögum frá heilsugæslunni sjálfri um þessi mál.“

Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að verið sé að skoða þessi mál og von sé á tillögum innan fárra vikna. „Það hefur þó ekkert verið ákveðið ennþá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert