Engin ánægja að hækka gjaldskrár

„Ef ég met það þannig að hækkanirnar séu nauðsynlegar mun ég styðja þær,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur um fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir. 

Í hádegisfréttum RÚV kom fram að Hrönn styddi tillögur um hækkun á gjaldskrám, jafnvel þótt þær mældust í tugum prósenta.

„En það er verið að vinna í þessu máli og við eigum eftir að fá nánari upplýsingar.“

Hrönn segir engan hafa ánægju af því að hækka gjaldskrár en stjórnarmenn standi stundum fyrir slíkum ákvörðunum þótt erfiðar séu.

Hún segist þó vonast til að aðrar leiðir finnist til að bæta fjárhag OR svo gjaldskrárhækkanirnar verði ekki eins háar og um er rætt.

„Í þeirri vinnu sem stendur yfir núna er lykiláhersla á að leita annarra leiða til að bæta fjárhag Orkuveitur Reykjavíkur en með hækkunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert