Segir Lýsingu ekki fúsa að mæta skuldurum

Mikill fjöldi bíla er með áhvílandi gengistryggð bílalán.
Mikill fjöldi bíla er með áhvílandi gengistryggð bílalán. Ómar Óskarsson

Lýsing hf. neitar viðskiptavinum sínum um að gera upp gengistryggð bílalán sín í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins til að gera þeim kleift að selja bifreiðar sína. Þetta segir kona sem keypti bifreið fyrir gengistryggt lán frá fyrirtækinu.

Konan segir að bæði SP-fjármögnun og Avant hafi komið til móts við þá sem vilja selja bíla sem keyptir voru með gengistryggðum lánum með þessum hætti með fyrirvara um niðurstöðu Hæstaréttar um uppgjör gengistryggðra lána. Hjá bílasölu sem konan hefur átt í viðskiptum við fékkst þetta staðfest en þar könnuðust menn ekki við að Lýsing hefði komið til móts við sína skuldara með sama hætti.

Segir Lýsingu ekki fallast á neinar málamiðlanir

Kveður konan að eini kosturinn sem Lýsing hafi boðið henni sé að greiða lánið að fullu, eins og um gengistryggt lán væri að ræða, með fyrirvara um engurgreiðslu vegna væntanlegs dóms Hæstaréttar.

Fyrir réttinum verður þann 6. september í fyrsta sinn fjallað um hvernig skuli gera upp lán sem gengistryggð voru með ólögmætum hætti.

Konan segist einnig hafa boðið Lýsingu að gera upp lánið í samræmi við ítrustu kröfur fyrirtækisins í dómsmálinu með sama fyrirvara en því hafi verið synjað.

„Ég er að bjóða þeim að gera lánið upp miðað við ítrustu kröfur þeirra. Ég er búinn að fá tilboð í bílinn en er pikkföst og get ekkert gert, ég er ekki einu sinni að borga af láninu því þeir senda enga greiðsluseðla,“ segir konan og þykir málið hið undarlegasta.

Skuldarar gota orðið af greiðslu komi til gjaldþrots

Hyggur konan að fólk geti farið flatt á því að gera upp lán sín í samræmi við kröfur Lýsingar.

„Það er fullt af grunlausu fólki sem nennir ekki að standa í þessu og gerir upp lánið, selur bílinn og býst við endurgreiðslu þegar dómurinn fellur. Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það verður númer 23.920 í röð kröfuhafa [fari fyrirtækið í þrot],“ segir hún og telur að heimtur þeirra sem áskilja sér endurgreiðslur geti orðið litlar.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti
Eins konar myntkarfa.
Eins konar myntkarfa. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert