Röng viðbrögð eftir hrunið

Alfreð Þorsteinsson
Alfreð Þorsteinsson

„Á minni vakt voru skuldirnar innan við 60 milljarðar,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir stundu.

Hann sagðist sáttur við þær framkvæmdir sem ráðist var í á sínum tíma og ekki farið of geyst.

Hins vegar stafi vandræði Orkuveitunnar fyrst og fremst af hruninu og röngum viðbrögðum eftir það.

„Menn hafa dregið lappirnar og ekki rekið Orkuveitu Reykjavíkur eins og fyrirtæki,“ sagði Alfreð og benti á að eigendur hefðu þurft að bregðast öðruvísi við og t.d. hækkað gjaldskrá eftir þörfum.

„Það gengur ekki til lengdar að það sé útsala á orku.“

Alfreð sagðist mjög sáttur þær framkvæmdir sem ráðist var í þegar hann var stjórnarformaður enda muni þær skila Reykvíkingum „gulli.“

Í viðtalinu kom fram að þegar aðrir tóku við stjórnartaumunum hafi skuldir OR verið innan við 60 milljarðar en þær voru 120 milljarðar árið 2007, rétt fyrir hrun.

Í dag eru skuldir Orkuveitu Reykjavíkur um 240 milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert