Óvissa um umferð og vegtoll

Vaðlaheiðargöng stytta hringveginn um 16 kílómetra og er kostnaður áætlaður …
Vaðlaheiðargöng stytta hringveginn um 16 kílómetra og er kostnaður áætlaður nálægt 9 milljörðum kr. mbl.is/Sverrir

Forsvarsmenn lífeyrissjóða eru ekki jafnbjartsýnir og samgönguráðherra á að niðurstaða náist strax í næsta mánuði um þátttöku sjóðanna í fjármögnun stórframkvæmda í vegagerð.

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur haldið því fram að ákvörðun þurfi að liggja fyrir í síðasta lagi í september.

Viðræður ganga ágætlega en enn er uppi óvissa um ýmis atriði varðandi arðsemi og áhættu, sérstaklega vegna áforma um Vaðlaheiðargöng. Ekki síst hversu hátt veggjaldið þarf að vera og hvað gera má ráð fyrir mikilli umferð um göngin en þau stytta hringveginn um 16 km, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert