Glaumur og gleði í Hofi

Kristján Ingimarsson leikari sýndi á táknrænan hátt, með aðstoð gesta, ...
Kristján Ingimarsson leikari sýndi á táknrænan hátt, með aðstoð gesta, að allt er hægt ef samtakámátturinn er nægur! mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Menningarhúsið Hof á Akureyri var formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn síðdegis. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt Moussaieff, voru á meðal 500 boðsgesta sem fylltu Hamraborgina, stóra tónleikasal þessa glæsilega húss. 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék í upphafi samkomunnar verkið Hymnos op. 45 eftir Hafliða Hallgrímsson. Hafliði, sem er Akureyringur en hefur verið búsettur í Skotlandi í áratugi, samdi verkið sérstaklega í tilefni opnunar Hofs, að beiðni hljómsveitarinnar.

Annar Akureyringur, Kristján Jóhannsson, söng Hamraborg Sigvalda Kaldalóns og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og sönghópurinn Hymnodia, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, söng Bogoroditse Devo eftir Rachmaninov.

Þá tók Lay Low lagið ásamt norðlenskum tónlistarmönnum og ávörp fluttu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Ingi Björnsson formaður byggingarnefndar hússins, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Karl Frímannsson formaður stjórnar menningarfélagsins Hofs.

Loks sýndu leikarar úr Leikfélagi Akureyrar bút úr söngleiknum Rocky Horror sem frumsýndur verður í Hofi snemma í september.

Kynnar á samkomunni voru leikarafeðginin Þráinn Karlsson og Hildigunnur Þráinsdóttir. Móttökustjórn var í höndum Kristjáns Ingimarsssonar leikara - sem titlaður var gæðastjóri, og fór hann á kostum við athöfnina. Kitlaði hláturtaugar viðstaddra hvað eftir annað og endaði á því að sýna hve samtakamáttur fólks er mikill ef allir standa saman; bar stóran fleka aftast í neðri hæð salarins, þar sem áhorfendur tóku við honum, Kristján sté upp á flekann og áhorfendur fleyttu honum til baka niður á sviðið.

Kristján Jóhannsson syngur Hamraborg Kaldalóns og Davíðs Stefánssonar við undirleik ...
Kristján Jóhannsson syngur Hamraborg Kaldalóns og Davíðs Stefánssonar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. mbl.is/Skapti
Hafliði Hallgrímsson og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, eftir ...
Hafliði Hallgrímsson og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, eftir að sveitin frumflutti verkið Hymnos eftir Hafliða. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þurrkari
...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...