OR verður aldrei ódýrust

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Orkuveita Reykjavíkur (OR) verður ekki í neinu tilviki með lægsta raforkuverð né heldur næstlægst eftir boðaða 11% hækkun, samkvæmt úttekt sem birtist á vef Orkuvaktarinnar. Fyrir hækkun var OR ódýrust í 88% tilvika sem könnuð voru og næstlægst í 12% tilvika.

Orkuvaktin kannaði áhrif boðaðrar 11% hækkunar á raforkugjaldskrár OR. Teknar voru fimmtíu mælingar úr gagnagrunni Orkuvaktarinnar og staða OR á raforkumarkaði borin saman fyrir og eftir hækkunina. Reiknað var með að allar raforkusgjaldskrár hækkuðu um flöt 11% og allir gjaldskrárliðir jafnt. 

Úrtakið var úr mælingum margra ólíkra atvinnugreina og mismunandi orkunotkunar. Raforkukostnaður fyrirtækjanna sem voru í úrtakinu var frá 0,6 milljónum og upp í 16 milljónir kr. á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert