Pirringur vegna nikóktínfíknar

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Eggert

„Þetta er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna heldur mér, enn og aftur - að mestu leyti," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri, á Sportrásinni á Rás 2 í gærkvöldi, þegar hann var spurður um færslu í Dagbók borgarstjóra á Facebook í síðustu viku.

Þar sagðist Jón efast um að hann geti átt samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffaragang, hroka og eða fálæti, ég brosi, en fæ lítið tilbaka," stóð í færslunni.

Jón sagði á Sportrásinni, að hann hefði nýlega hætt að nota nikótíntyggjó eftir að hafa tuggið það í sex til sjö ár og sér hefði ekki liðið vel síðan. Sagðist Jón hafa verið háður nikótíni frá 13 ára aldri.

„Auðvitað er þetta líka svoldið Sjálfstæðisflokknum að kenna vegna þess að þetta er þannig flokkur, að þar er fullt af fólki, sem gefur sig út fyrir að vera einhverjir talsmenn Sjálfstæðisflokksins og segir ljótt um mig. Á ég að vera reiður út í þetta fólk eða á ég að vera reiður út í flokkinn eða á ég að líta svo á að öllum þessum flokki fólks sé bara verulega í nöp við mig? Og þegar maður er ekki í tilfinningalegu jafnvægi og það er búið að taka af manni nikótíntyggjóið, þá..." sagði Jón. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert