Fréttaskýring: Miðborg fyrir ofbeldismenn – og alla hina

Lögreglumenn við eftirlit í miðbænum.
Lögreglumenn við eftirlit í miðbænum. mbl.is/Júlíus

Síðustu árin fyrir hrun var Reykjavík óspart hampað í erlendum fjölmiðlum og sagt að borgin væri með afbrigðum hipp og kúl, hvergi í heiminum væri samankominn jafn mikill fjöldi vínveitingastaða á jafn litlu svæði og í miðborginni. Þarna væri mikið fjör og frelsi. En minni áhugi var á því að kynna sér neikvæðu hliðarnar.

Miðborgin breytist reglulega í þann stað á landinu þar sem mest er um líkamlegt ofbeldi, oft tilefnislausar árásir og sumar alvarlegar. En aðeins að kvöld- og næturlagi um helgar. Að öllu jöfnu er ofbeldi ekki algengara þar en annars staðar.

Oft hafa íbúar kvartað í fjölmiðlum undan öskrum, dúndrandi tónlistarhávaða og glerbrotum í grennd við suma skemmtistaðina.

„Við verðum vör við að fólk er að bera út áfengi af stöðunum, sem er óheimilt, oftar en ekki eru ílátin glös eða flöskur,“ segir Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn. „Þegar drukkið fólk klárar grýtir það þessu oft frá sér. Þá er það undir hælinn lagt hvort það lendir í húsvegg eða öðru fólki. Þetta hefur stundum lent í andlitinu á fólki og valdið verulegum skaða.“ Reynt hafi verið að fá veitingamenn til að sameinast um að reyna að draga úr hættunni með því að selja eingöngu bjór í plastglösum eftir miðnætti um helgar, eins og algengast sé í Bandaríkjunum. Sumir fari að þessum tilmælum en ekki allir.

Leyfishafi og rekstraraðili er ekki alltaf einn og sami maðurinn. En þótt stað sé lokað vegna brota á reglum er einfalt að skipta um kennitölu á rekstrarfélaginu. Þá er byrjað aftur með hreint borð, séð með augum yfirvalda. Að vísu getur sami maður ekki verið leyfishafi í fimm ár hafi hann verið alveg sviptur rekstrarleyfi. En leppun er háþróuð íþrótt í viðskiptalífinu. Einn heimildarmaður fullyrti að finna mætti dæmi um huldumenn að störfum þótt andlitið út á við væri nýtt.

Hvaða hlutverk?

Hvaða hlutverki á miðborgin að gegna? Á hún að vera aðallega verslunarhverfi eða skemmtanahverfi, jafnvel rauðuljósahverfi með vændishúsum? Eða blanda af öllu? Víða er mikil íbúðarbyggð í næsta nágrenni við vinsælustu krárnar en það kallar vissulega á vandamál að blanda hlutunum saman á þennan hátt. Ef til vill skiptir mestu að skipulagsstefna sé í fastari skorðum, reglur skýrar þannig að aðilar sem úrskurða í deilum milli veitingahúsaeigenda og almennra íbúa hafi traust viðmið. Geðþóttinn sé ekki við stýrið.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að vandinn vegna ofbeldis í tengslum við skemmtanalíf í miðborg sé ekki séríslenskt fyrirbæri.

„Ég held að við séum með allt of mikið frelsi á þessu sviði, t.d. hvað varðar afgreiðslutíma og fjölda veitingastaða í miðborginni,“ segir Stefán. „Þessu fylgja mörg vandamál, mikið ofbeldi eins og tölur okkar hafa sýnt. Við höfum hvatt borgaryfirvöld til að móta sér skýra stefnu um þessi mál.

Ég er að ræða þetta við kollega mína í höfuðborgum hinna landanna á Norðurlöndunum þessa dagana. Þar eru menn að leggja til enn frekari takmarkanir á afgreiðslutíma; ég held að hvergi sé jafn frjálslynd stefna varðandi afgreiðslutíma og hjá okkur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Til sölu Ford Escape jeppi, ben
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...