Fréttaskýring: Miðborg fyrir ofbeldismenn – og alla hina

Lögreglumenn við eftirlit í miðbænum.
Lögreglumenn við eftirlit í miðbænum. mbl.is/Júlíus

Síðustu árin fyrir hrun var Reykjavík óspart hampað í erlendum fjölmiðlum og sagt að borgin væri með afbrigðum hipp og kúl, hvergi í heiminum væri samankominn jafn mikill fjöldi vínveitingastaða á jafn litlu svæði og í miðborginni. Þarna væri mikið fjör og frelsi. En minni áhugi var á því að kynna sér neikvæðu hliðarnar.

Miðborgin breytist reglulega í þann stað á landinu þar sem mest er um líkamlegt ofbeldi, oft tilefnislausar árásir og sumar alvarlegar. En aðeins að kvöld- og næturlagi um helgar. Að öllu jöfnu er ofbeldi ekki algengara þar en annars staðar.

Oft hafa íbúar kvartað í fjölmiðlum undan öskrum, dúndrandi tónlistarhávaða og glerbrotum í grennd við suma skemmtistaðina.

„Við verðum vör við að fólk er að bera út áfengi af stöðunum, sem er óheimilt, oftar en ekki eru ílátin glös eða flöskur,“ segir Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn. „Þegar drukkið fólk klárar grýtir það þessu oft frá sér. Þá er það undir hælinn lagt hvort það lendir í húsvegg eða öðru fólki. Þetta hefur stundum lent í andlitinu á fólki og valdið verulegum skaða.“ Reynt hafi verið að fá veitingamenn til að sameinast um að reyna að draga úr hættunni með því að selja eingöngu bjór í plastglösum eftir miðnætti um helgar, eins og algengast sé í Bandaríkjunum. Sumir fari að þessum tilmælum en ekki allir.

Leyfishafi og rekstraraðili er ekki alltaf einn og sami maðurinn. En þótt stað sé lokað vegna brota á reglum er einfalt að skipta um kennitölu á rekstrarfélaginu. Þá er byrjað aftur með hreint borð, séð með augum yfirvalda. Að vísu getur sami maður ekki verið leyfishafi í fimm ár hafi hann verið alveg sviptur rekstrarleyfi. En leppun er háþróuð íþrótt í viðskiptalífinu. Einn heimildarmaður fullyrti að finna mætti dæmi um huldumenn að störfum þótt andlitið út á við væri nýtt.

Hvaða hlutverk?

Hvaða hlutverki á miðborgin að gegna? Á hún að vera aðallega verslunarhverfi eða skemmtanahverfi, jafnvel rauðuljósahverfi með vændishúsum? Eða blanda af öllu? Víða er mikil íbúðarbyggð í næsta nágrenni við vinsælustu krárnar en það kallar vissulega á vandamál að blanda hlutunum saman á þennan hátt. Ef til vill skiptir mestu að skipulagsstefna sé í fastari skorðum, reglur skýrar þannig að aðilar sem úrskurða í deilum milli veitingahúsaeigenda og almennra íbúa hafi traust viðmið. Geðþóttinn sé ekki við stýrið.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að vandinn vegna ofbeldis í tengslum við skemmtanalíf í miðborg sé ekki séríslenskt fyrirbæri.

„Ég held að við séum með allt of mikið frelsi á þessu sviði, t.d. hvað varðar afgreiðslutíma og fjölda veitingastaða í miðborginni,“ segir Stefán. „Þessu fylgja mörg vandamál, mikið ofbeldi eins og tölur okkar hafa sýnt. Við höfum hvatt borgaryfirvöld til að móta sér skýra stefnu um þessi mál.

Ég er að ræða þetta við kollega mína í höfuðborgum hinna landanna á Norðurlöndunum þessa dagana. Þar eru menn að leggja til enn frekari takmarkanir á afgreiðslutíma; ég held að hvergi sé jafn frjálslynd stefna varðandi afgreiðslutíma og hjá okkur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tónleikaflóð fram undan

19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...