Þráinn hvíslari Össurar

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. Mbl.is

„Nú hefur vinur minn úr allsherjarnefnd Þráinn Bertelsson gengið til liðs við þingflokk Vinstri græna. Hann hefur komið við í Framsóknarflokknum, Borgarahreyfingunni og nú Vg,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar, og bætir því við að Þráinn sé orðinn hvíslari utanríkisráðherra.

Vigdís gerir náið samband Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og þingmannsins að umtalsefni á bloggsíðu sinni:

„Kemst hann þar með á spjöld sögunnar að hafa starfað í þremur flokkum. Þar eru fyrir á fleti t.d. Kristinn H. Gunnarsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og fl. sem ég man ekki í augnablikinu. Nú er það altalað í Alþingishúsinu að með þessu sé Össur búinn að tryggja sér hvíslara innan þinglokks Vinstri græna - en þeir Þráinn eru mestu mátar,“ skrifar Vigdís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert