Vill skipta um formann mannréttindaráðs

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, spurði á fundi borgarráðs í dag hvort ekki væri eðlilegt að skipta um formann mannréttindaráðs Reykjavíkur. Margrét Sverrisdóttir er formaður ráðsins en hún er hvorki borgarfulltrúi né varaborgarfulltrúi. 

Sóley benti á, að á fundi borgarráðs í september 2008 hafi fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna bókað afstöðu sína til kjörgengis varafulltrúa Framsóknarflokksins í borgarráði. Þar hafi komið fram sú eindregna skoðun að brýnt væri að þeir sem þar sætu hefðu ríkt umboð frá kjósendum og almenningi og að ákvörðun þáverandi meirihluta væri ekki til að auka virðingu borgarstjórnar.

„Tæpum tveimur árum síðar virðist afstaða Samfylkingarinnar hafa breyst, enda skipar hún 8. mann á lista sem formann mannréttindaráðs þrátt fyrir að 61. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007 kveði skýrt á um að formenn fagráða skuli vera borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar. Samkvæmt því eru aðeins efstu sex á lista Samfylkingarinnar kjörgengir í stöðurnar," segir í bókun Sóleyjar á fundinum í dag.

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert