Uppfylla ekki saknæmisskilyrði

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhugur ríki meðal þingflokks sjálfstæðisflokksins um að standa ekki að ákærum gegn ráðherrum úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Að þeirra mati sé saknæmisskilyrði laga um ásetning eða stórfellt hirðuleysi séu ekki uppfyllt.

Þetta kemur fram í bréfi sem Bjarni sendi til trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins. 

Barni segir mikilvægt að fylgja þeirri meginreglu íslensks réttarfars að ekki skuli saksækja menn nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Að öðrum kosti feti menn sig inn á slóðir pólitískra réttarhalda með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stjórnmálalífið, réttarfarið og þjóðlífið um langa framtíð.

Því miður hafi borið á þeim óábyrga málflutningi að minnsti vafi um sekt eigi að leiða til ákæru. Eigi slík sjónarmið að ráða för sé vegið að grunnstoðum réttarríkisins að mati Bjarna.

„Framfarir í þjóðfélaginu munu á næstu árum að verulegu leyti ráðast af því hversu samhent þjóðin verður í viðreisnarstarfinu. Sem ríkust sátt þarf að nást um megináherslur. Grunnur að slíkri sátt verður ekki lagður með ákærum gegn þeim sem af heilindum störfuðu að því að verja hagsmuni heildarinnar," segir Bjarni í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert