Heitast og kaldast á sama stað

Hella í Rangárþingi ytra.
Hella í Rangárþingi ytra. www.mats.is

Frost mældist víða á landinu í nótt en kaldast var á Suðurlandi, á Hellu og í Árnesi, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Það vekur einnig athygli, að á Hellu hefur einnig mælst hæsti hitinn það sem af er deginum, eða 14,2 stig.

Farið er að hvessa en spáð er stormi á landinu í dag. Að sögn Vegagerðarinnar er víða orðið  mjög hvasst í vindstrengjum. Það séu því alls ekki aðstæður til að ferðast með hjólhýsi, kerrur eða önnur tæki sem þola lítinn vind.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert